The newsboard processes news from the NASDAQ Nordic portfolio company GlobeNewswire, which provides investors with company-relevant information. This relates in particular to events that may be relevant to the listing of companies or tradable financial instruments.
GlobNewswire (formerly PrimeNewswire) specializes in public relations solutions and digital media services. This feed adds another important source of information for investors to the popular X-Billboard portfolio.
Samkvæmt upplýsingastefnu Eikar fasteignafélags hf. stefnir félagið á að birta opinberlega upplýsingar um það ef stjórnendur vænta áhrifa á ársgrundvelli sem nema 3% eða meira á rekstrarhagnað (EBITDA) eða stærð fasteignasafns félagsins.
Í 50. viku 2024 keypti Eik fasteignafélag hf. 6.805.000 eigin hluti fyrir ISK 92.956.300 eins og hér segir:
Eik fasteignafélag hf. stefnir að birtingu árs- og árshlutauppgjöra ásamt aðalfundi á eftirfarandi dagsetningum:
Í 49. viku 2024 keypti Eik fasteignafélag hf. 6.805.000 eigin hluti fyrir ISK 93.840.950 eins og hér segir:
Eik fasteignafélag hf. hefur birt lýsingu dagsetta 3. desember 2024. Lýsingin samanstendur af tveimur aðskildum skjölum, útgefandalýsingu og verðbréfalýsingu, og er birt í tengslum við umsókn útgefanda um að skuldabréf í flokknum EIK 050734 verði tekin til viðskipta á Nasdaq Iceland. Lýsingin hefur verið staðfest af fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.
Í 48. viku 2024 keypti Eik fasteignafélag hf. 1.361.000 eigin hluti fyrir ISK 18.645.700 eins og hér segir:
Að teknu tilliti til ályktunar á síðasta aðalfundi Eikar fasteignafélags hf. hefur stjórn félagsins ákveðið að breyta arðgreiðslustefnu félagsins, sem hljóðar nú svo:
Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. veitti þann 11. apríl 2024 stjórn félagsins heimild til þess að kaupa eigin hluti sem nemur allt að 10% af heildarhlutafé félagsins, í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun í samræmi við ákvæði 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.
Eik fasteignafélag hf. og hluthafar Festingar hf., kt. 550903-4150, hafa undirritað samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Eikar fasteignafélags á öllu hlutafé í félaginu.
Eik fasteignafélag hf. hefur lokið stækkun á skuldabréfaflokknum EIK 050734. Bréfið er verðtryggt jafngreiðslubréf sem ber 3,958% nafnvexti og eru greiðslur tvisvar á ári. Lokagjalddagi bréfsins er 5. júlí 2034.
Árshlutareikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. september 2024 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins þann 31. október 2024.
Eik fasteignafélag hf. mun birta uppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024 eftir lokun markaða fimmtudaginn 31. október nk. Rafrænn kynningarfundur verður haldinn föstudaginn 1. nóvember nk. klukkan 8:30. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu. Tengill á fundinn mun verða sendur út samhliða birtingu uppgjörsins.
On 20 September 2024 Langisjór ehf. (the “Offeror”) made a mandatory offer to shareholders of Eik fasteignafélag hf. (“Eik”) in line with chapters X. and XI. of Act No. 108/2007 on takeovers (the “Takeovers Act“), on the terms and conditions set forth in an offer document published on the same date. (the “Offer”) The offer period expired at 1 PM GMT on 18 October 2024. Consent was received for 247.190 shares in Eik. The Icelandic Competition Authority notified the Offeror on 14 October 2024 that the transaction did not constitute a merger notifiable pursuant to the Icelandic Competition Act. Payment to shareholders who accepted the Offer and delivery of the shares to the Offeror will take place no later than on 25 October 2024.
Þann 20. september 2024 gerði Langisjór ehf. („tilboðsgjafi“) hluthöfum Eikar fasteignafélags hf. („Eik“) yfirtökutilboð í skilningi X. og XI. kafla laga nr. 108/2007 um yfirtökur („lög um yfirtökur“), með þeim skilmálum og skilyrðum sem fram komu í opinberu tilboðsyfirliti dagsettu sama dag („tilboðið“). Gildistími tilboðsins rann út kl. 13:00 þann 18. október 2024. Samþykki barst fyrir alls 247.190 hlutum í Eik. Samkeppniseftirlitið tilkynnti tilboðsgjafa þann 14. október 2024 að ekki væri um tilkynningarskyldan samruna að ræða. Greiðsla til þeirra sem samþykktu tilboðið og afhending hluta til tilboðsgjafa fer fram í síðasta lagi 25. október 2024.
Stjórn Eikar fasteignafélags hf. birtir greinargerð sína vegna yfirtökutilboðs Langasjávar ehf. til hluthafa Eikar fasteignafélags þar sem hún setur fram rökstutt álit sitt á tilboðinu og skilmálum þess. Í greinargerðinni er m.a. fjallað um álit stjórnarinnar á framtíðaráformum tilboðsgjafa og hvaða áhrif hún telur að tilboðið geti haft á hagsmuni félagsins, störf stjórnenda og starfsmanna þess, sem og staðsetningu starfsstöðva félagsins lögum samkvæmt.
Þann 16. september 2024 birti Langisjór ehf. auglýsingu í dagblaði þar sem boðað var að tilboðsyfirlit vegna yfirtökutilboðs Langasjávar ehf. til hluthafa Eikar fasteignafélags hf. yrði birt 20. september 2024. Tilboðsyfirlitið ásamt kynningu á yfirtökutilboðinu má finna í viðhengi.
Tilboðsyfirlitið og önnur gögn verða einnig aðgengileg á heimasíðu umsjónaraðila yfirtökutilboðsins, Arion banka, á slóðinni www.arionbanki.is/eik og munu hluthafar sem hyggjast taka tilboðinu geta samþykkt það rafrænt á sömu heimasíðu.
The information provided here is not subject to any editorial processing. It is prepared fully automatically and enriched with additional information and further research options. The aim of the content is to provide information seekers with the relevant information quickly and easily. A link back to the information provider and owner ensures that the data prepared here can be compared with the source information if required. The newsboard does not show information in real time. Please contact the exchange operator for this information if required. There is no claim to completeness. High availability cannot be guaranteed. If you notice any errors in the functionality, please let us know using the "Report a Bug" form below.
RAW DATA PROCESSING means that raw data is processed without changing the content. The data is supplemented to improve the interpretation of the information in terms of usability.
Note: The newswire cross-link panel at the top allows you to quickly and easily access additional sources of information. In the terminal view, the news is filtered at company level and enables targeted searches.
On behalf of the trading community, we would like to thank the operators of the trading venues for providing information services.